Foreldraráðgjafi Sjónarhóls

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir. Til Sjónarhóls leita fjölskyldur með börn sín á ýmsum aldri og með margvísleg vandamál.

Þar getur verið um að ræða vandamál tengd skóla, skort á stuðningsúrræðum, félagsleg vandamál og margt fleira.

Þjónusta Sjónarhóls er fyrir allt landið og er mikil áhersla lögð á að hingað geti allir leitað. Þjónustan er endurgjaldslaus og ekki er þörf á tilvísun eða greiningu. Á Sjónarhóli starfa ráðgjafar með foreldrum á þeirra forsendum, með það að markmiði að leita lausna á vandamálunum og styðja við bakið á foreldrum á þeirri vegferð.

Inga Birna foreldraráðgjafi Sjónarhóls verður hér fyrir norðan þriðjudaginn 7.febrúar og miðvikudaginn 8.febrúar 2012

 Hægt er að panta viðtal hjá Ingu Birnu í síma 535-1900. Einnig er hægt að senda beiðni um viðtalstíma á netfangið inga@sjonarholl.net (vinsamlegast setjið nafn og símanúmer ykkar í tölvupóstinn).