Flokkun lífræns úrgangs


Borist hafa ábendingar um að flokkun á lífrænum úrgangi (brúna tunnan) sé ábótavant í Fjallabyggð.
Dæmi eru um að plastpokar, járn og annað óæskilegt rusl sé í lífræna úrganginum sem brotnar ekki niður.

Við hvetjum því fólk til að flokka rétt í lífræna ruslið og nota eingöngu niðurbrjótanlega poka undir ruslið.

Tæknideild Fjallabyggðar