Flokkun í Grænu tunnuna

Íslenska Gámafélagið hefur gefið út nýjar leiðbeiningar fyrir flokkun í Grænu tunnuna. Breytingin felur í sér einfaldari flokkunaraðferð fyrir íbúa þar sem ekki þarf lengur að setja hráefnin í plastpoka. 
Eins og áður má bylgjupappi, skrifstofupappír, dagblöð og tímarit fara beint í tunnuna en einnig sléttur pappi/fernur, málmar og plast. Hér fyrir neðan er tilkynning frá Íslenska Gámafélaginu ásamt skýringarmynd og leiðbeiningum. Með því að smella á myndina er hægt að nálgast pdf-útgáfu af myndinni.