Upptökur eru hafnar á sjónvarpsþáttaröðinni Flóðið í Ólafsfirði og Siglufirði. Næstu daga og vikur geta íbúar og gestir reiknað með nokkurri fyrirferð af kvikmyndafólki og er hópurinn stór og töluvert af tækjum og bílum sem fylgja þeim. Hópurinn mun eftir fremsta megni reyna að hagræða vinnu sinni þannig að sem minnst röskun verði á hversdagslífi íbúa þó svo að hún sé að einhverju leyti óumflýjanleg.
Bréf verður borið út til íbúa og nærliggjandi tökustaða sem mögulega gætu orðið fyrir truflun á meðan tökur standa yfir. Þar mun koma fram dagsetning og tímasetning upptöku ásamt nafni tengiliðs og símanúmeri sem íbúar geta hringt í ef einhverjar spurningar vakna.
Það er vert að taka það fram að notaðar verða stórar vindvélar við tökur sem hljóma eins og flugvél sé að taka af stað og gæti heyrst vel í þeim um allan bæ. Hljóðið getur valdið ónæði sérstaklega þegar tökur standa yfir að kvöldi til og um nótt og eru íbúar fyrir fram beðnir velvirðingar á því ónæði sem þær kunna að valda. Afnotaleyfi vegna kvikmyndatöku á vegsvæði Vegagerðarinnar er til staðar og mega íbúar búast við lokunum gatna í kringum tökustaði á meðan þær standa yfir.
Vonumst við eftir góðu samstarfi og samvinnu allra meðan tökur standa yfir og hlökkum til að sjá afraksturinn þegar þáttaröðin verður sýnd í sjónvarpinu.
Hér fyrir neðan má sjá tökuplanið sem er fram undan og er það birt með fyrirvara um breytingar vegna ófyrirsjáanlegra orsaka, til að mynda vegna veðurs eða veikinda leikara.
Miðvikudagur 2. apríl kl. 15:30 - 1:30
Ægisbyggð 12
Hlíðarvegur 51 og nærliggjandi hús
Mögulega vindvélar
Fimmtudagur 3. apríl kl. 16:30 - 4:30
Strandgata 23
Tjarnarstígur 3
Þegar tökur hefjast á lóð grunnskólans á morgun, fimmtudaginn 3. apríl, verður lokað fyrir alla bílaumferð að grunnskólanum. Skólarútan mun því fara að og frá bílastæðinu hjá MTR.
Föstudagur 4. apríl kl. 17:00 – 5:00
Aðalgata 13, ATH götulokun frá Strandgötu að Ólafsvegi
Vindvélar
Mánudagur 7. apríl kl. 9:00 – 19:00
Sauðanes, Siglufirði
Þriðjudagur 8. apríl kl. 17:30 – 3:00
Höfnin á Ólafsfirði, Norðurgarður, Austurhöfn
Miðvikudagur 9. apríl 17:00 – 5:00
Aðalgata 13, ATH götulokun frá Strandgötu að Ólafsvegi.
Vindvélar
Fimmtudagur 10. apríl kl. 19:00 – 5:00
Höfnin Ólafsfirði, Norðurgarður, Austurgarður
Vindvélar
Föstudagur 11. apríl kl. 19:00 – 5:00
Sauðanes, Siglufirði
Laugardagur 12. apríl kl. 18:00 – 5:00
Tjarnarstígur 3
Kirkjuvegur 10-12
Mánudagurinn 13. apríl
Rækjuvinnslan og Fiskmarkaðurinn á Siglufirði Höfnin og portið á milli húsa
Þriðjudagurinn 14. apríl
Nýi Siglufjarðarkirkjugarður
Fákafen heshús, Siglufirði
Mögulega vindvélar