Fjör í Fjallabyggð alla páskana

Páskagleði í Fjallabyggð

Fjallabyggð mun iða af lífi, fólki, tónlist og menningu alla páskana. 

Mikið verður um að vera á Skíðasvæðinu Skarðsdal fyrir alla fjölskylduna. Þar verður opnuð leikjabraut og belgjabrautir, keppnir í alpagreinum fullorðinna og barna, belgjakeppni, páskaeggjamót og leitað að páskaeggjum. Einnig verður lögð göngubraut á Hólssvæði. Skíðasvæðið Tindaöxl á Ólafsfirði verður með frábæra dagskrá alla páskana, leikjabrautir, keppnir, páskaeggjaleit Ski- cross og Bárubrautin verður opin fyrir gönguskíðafólk. 

Þá sem fýsir í menningu og listir þá verður Listahátíðin Leysingar í Alþýðuhúsið á Siglufirði dagana 29. og 30 mars þar sem í boði verða tónleikar, fyrirlestrar, ljóðalestur, gjörningar og listsýningar svo eitthvað sé nefnt. Vinnustofa Abbýjar verður opin í Aðalgötunni og Bæjarlistamaður Fjallabyggðar Ástþór Árnason opnar sýningu í Ráðhússalnum. Þá mun Örlygur Kristfinnsson einnig opna sýningu í Söluturninum á Siglufirði og á Segli67 Brugghúsi geta gestir tekið þátt í Yatzý móti og sleðakeppni. Aprés Ski stemning verður alla daga og hægt að skella sér á Uppistand og tónleika.  Á Kaffi Rauðku verða Sigló Söngvar og ball með Landabandi, trúbador á Torginu og Dj á Höllinni. Ekki má svo gleyma helgistundum í kirkjunum bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði. 

Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi um páskana í Fjallabyggð. 

Fjallabyggð fagnar þér !

Páskadagskráin er aðgengileg hér fyrir neðan.

Athugið að dagskráin er ekki tæmandi og birt með fyrirvara um breytingar.

Viðburðadagatal um páska 2024 -  til útprentunar

 

Opnunartími íþróttamiðstöðva um páskana