Fjölbreytt námskeið á vegum SÍMEY

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, SÍMEY, bíður upp á fjölda námskeið í vetur, m.a. í Fjallabyggð. 
Hlutverk SÍMEY er að efla símenntun og auka samstarf milli atvinnulífs og skóla, og styrkja þannig samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana á svæðinu. SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum.

Samstarfsaðilar eru allir þeir sem vinna að eða bjóða upp á fræðslu, innan eða utan hefðbundinna menntastofnana, hvort sem um er að ræða starfsmenntun, tómstundanám, bóklega eða verklega fræðslu.

SÍMEY leggur áherslu á að miðla, safna og vinna úr upplýsingum og skapa þannig möguleika á markvissari og árangursríkari uppbyggingu á fræðslu.

Framboð námskeiða í Fjallabyggð má sjá hér og námskrá fyrir haustið má nálgast hér. (pdf, 11.6 MB)