Fjármögnun fyrir fyrirtæki í stafrænni vegferð - Umsóknarfrstur framlengdur til 19. apríl, kl. 15:00.

Stafræn þróun í ferðaþjónustu (TOURBIT) 

Íslenski ferðaklasinn er hluti af Evrópuverkefninu TOURBIT sem hefur það hlutverk að hraða ferðaþjónustufyrirtækjum í gegnum stafrænar umbreytingar.

Nú býðst sjö íslenskum fyrirtækjum að fá styrk að andvirði 9 þúsund evra hvert, sem hluti af þessu verkefni. Þau þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og vera í ákveðnum flokkum, en nánari upplýsingar má sjá í PDF skjölum sem finna má hér að neðan.

Þessi hluti af verkefninu er unninn með stuðningi Ferðamálastofu og landshlutasamtaka sveitarfélaga í samstarfi við áfangastaða- og markaðsstofur. Frestur til að skila inn umsókn er til 19. apríl kl. 15:00

Smelltu hér til að skoða tilkynningu PDF um verkefnið á og hér til að skoða glærukynningu frá Tourbit.

Hverjir geta sótt um?
Þau fyrirtæki sem geta sótt um stuðning á sinni stafrænu vegferð eru fyrirtæki í þessum flokkum:

  • Hótel og gististaðir - Hotels and similar accommodation (NACE I5510)
  • Gistiheimli og smáhýsi - Holiday and other short-stay accommodation (NACE I5520)
  • Tjaldsvæði - Camping grounds, recreational vehicle parks and trailer parks (NACE I5530)
  • Ferðaskrifstofur, ferðasalar dagsferða og tengdur rekstur - Travel agency, tour operator reservation service and related activities (NACE N79)


Hvaða skilyrði eru fyrir því að umsóknin sé tekin til greina?

  • Fyrirtæki sé lítið eða meðalstórt fyrirtæki á evrópskum mælikvarða (starfsmenn á bilinu 1-250)
  • Velta sé undir 50m €
  • Tilgreina hvaða stafræna úrbótaverkefni fyrirtækið hyggst vinna að
  • Vera hluti af Tourbizz samfélaginu.
  • Fara í gegnum stafrænt hæfni mat / sjálfsmat – sjá hér.


Hvað má nota stuðninginn í?

  • Ráðagjafakostnað og sérfræðikostnað
  • Auka hæfni og þekkingu innan fyrirtækis með aðkeyptri þjónustu (námskeið, menntun, o.s.frv)
  • Innleiðingaferli á nýrri tækni
  • Eingöngu er hægt að nota stuðninginn hjá fyrirfram ákveðnum þjónustuaðilum, listi yfir þjónustuaðila verður aðgengilegur hér: 
    www.tourbit.eu - ef þú ert þjónustuaðili getur þú skráð þig hér.


Mikilvægt er að kynna sér málið vel hér, hala niður umsókninni hér og senda inn umsókn fyrir 19. apríl kl. 15:00