Þeir einstaklingar og félagasamtök sem hafa hug á að sækja um styrki eða framlög vegna starfsemi ársins 2012
er bent á að senda inn umsóknir til bæjaryfirvalda í síðasta lagi 4. nóvember nk.
----
Erindi, tillögur og/eða ábendingar er varða fjárhagsáætlun 2012
Þeir íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Fjallabyggð sem vilja koma með erindi, tillögur og/eða ábendingar er varða
fjárhagsáætlun 2012
eru hvattir til að koma þeim til undirritaðs í síðasta lagi 4. nóvember 2011.
Þeir einstaklingar og félagasamtök sem hafa hug á að sækja um styrki eða framlög vegna starfsemi ársins 2012
er einnig bent á að senda inn umsóknir til bæjaryfirvalda í síðasta lagi 4. nóvember nk.
Eyðublöð má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Nánari upplýsingar
eru á umsóknareyðublaði.
Skilyrði er að umsókn fylgi m.a. greinargerð sem skýrir verkefnið sem sótt er um styrk til, svo og síðasta skattframtal eða
ársreikningur.
Áskilinn er réttur til að krefjast fyllri gagna þyki þess þörf.
Styrkumsóknir skal senda til:
Fjallabyggðar Gránugötu 24, 580 Siglufirði, eða
Fjallabyggðar Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði.
Einnig hægt með rafrænum hætti á fjallabyggd@fjallabyggd.is
Fjallabyggð 18. okt. 2011
Sigurður Valur Ásbjarnarson,
bæjarstjóri Fjallabyggðar