Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytinu, stendur fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði 29. – 31. mars 2023.
Norðanátt leitar eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum (Sjá auglýsingu að neðan).
Fjárfestahátíð Norðanáttar er vettvangur fyrir frumkvöðla sem hugsa stórt og vilja kynna sínar hugmyndir fyrir fjárfestum og þar með auka fjárfestingatækifæri á landsbyggðunum. Á fjárfestahátíðinni, sem haldin er í marsmánuði ár hvert, kynna frumkvöðlar verkefni sín sem snerta orkuskipti, hringrásarhagkerfið eða fullnýtingu auðlinda í takt við áherslur Norðanáttar; matur, orka, vatn.
Haldnir verða tveir upplýsingafundir í vikunni, fyrir starfsmenn landshlutasamtaka, frumkvöðla og aðra sem hafa áhuga.
Miðvikudagurinn 14. des kl. 14:00
Linkur á fundinn hér
Fimmtudagurinn 15. des kl. 12:00
Linkur á fundinn hér
Hafið samband við Önnu Lind (annalind@ssne.is) ef þið viljið taka þátt á upplýsingafundunum.
Sótt er um á vefsvæði fjárfestahátíðarinnar. Umsóknarfrestur er til 15. janúar nk.
Að verkefninu Norðanátt koma EIMUR, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
(SSNV) og ásamt stuðningsfyrirtækinu RATA. Hópurinn vinnur í anda nýrrar klasastefnu, þvert á stofnanir samfélagsins sem hraðar framþróun og nýsköpun.