Fjallabyggð í spurningarþættinum Útsvar

Útsvar er nýr þáttur hjá sjónvarpinu þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Þættirnir eru í beinni útsendingu á föstudagskvöldum. Fjallabyggð keppir við Fjarðabyggð föstudaginn 12. október. Þeir sem hafa áhuga á því að fylgjast með í sjónvarpssal geta skráð sig á ruv.is/utsvar

Liðin eru skipuð eftirfarandi aðilum

Fjallabyggð
Inga Eiríksdóttir
Þórarinn Hannesson
Guðmundur Ólafsson

Fjarðabyggð
Kjartan Bragi Valgeirsson
Líneik Anna Sævarsdóttir
Einar Ágúst Víðisson