Fjallabyggð úr leik í Útsvari

Lið Fjallabyggðar. (Mynd: skjáskot af vef RÚV)
Lið Fjallabyggðar. (Mynd: skjáskot af vef RÚV)

Lið Fjallabyggðar tók þátt í annarri umferð Útsvars sl. föstudag. Mótherjar voru Norðurþing og unnu þeir lið Fjallabyggðar með 65 stigum gegn 61. Viðureignin var jöfn og spennandi og réðust úrslit á lokaspurningum. Fjallabyggð hefur þá lokið þátttöku í Útsvari þennan veturinn og stóðu keppendur sig með miklum sóma.

Lið Fjallabyggðar skipuðu; Halldór Þormar Halldórsson, Guðrún Unnsteinsdóttir og Ólafur Unnar Sigurðsson.

Að þessu sinni voru það fyrirtækin Gistihús Jóa, Kaffi Klara, Veitingastaðurinn Torgið og Skíðasvæðið Skarðsdal sem gáfu veglega vinninga til þátttakenda Norðurþings. Fá þau bestu þakkir fyrir. Að auki var liðsmönnum Norðurþings afhentur geisladiskur með jólalögum sungið af Kirkjukór Siglufjarðar.