Fjallabyggð til fyrirmyndar 2012

Nemendur við vinnuskóla Fjallabyggðar
Nemendur við vinnuskóla Fjallabyggðar
Bæjarstjórn Fjallabyggðar skorar á alla íbúa sveitafélagsins að taka höndum saman og hirða upp drasl og rusl sem er að finna í næsta nágrenni við heimili og fyrirtæki.

Svartir ruslapokar verða afhentir á bæjarskrifstofunum til þeirra sem þurfa.

Einnig er lögð áhersla á að fyrirtæki og ekki síður stofnanir bæjarfélagsins taki þátt í átakinu og haldi hreinu í kringum sig.

Við þurfum að taka til í okkar umhverfi og með því að leggjast öll á eitt, getum við gjörbreytt ásýnd Fjallabyggðar.

Látum boðin ganga áfram. Saman getum við!

Það á að vera markmið bæjarbúa að Fjallabyggð verði til fyrirmyndar.

Tiltektin fer fram frá og með miðvikudeginum 25. apríl til og með laugadagsins 27. apríl.

Grunnskólanemendur taka til í miðbæ og á jaðarsvæðum miðvikudaginn  25. apríl og þann dag munu starfsmenn stofnana bæjarfélagsins taka til í sínu umhverfi.

Komum svo – látum verkin tala!

Umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar

Bæjarstjóri Fjallabyggðar