Fjallabyggð auglýsir eftir leiðbeinendum til að starfa við félagsmiðstöðina Neon veturinn 2018 - 2019. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 10. maí 2019. Leitað er að einstaklingum 20 ára og eldri sem hafa;
- ríka þjónustulund,
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði,
- góða hæfni í mannlegum samskiptum
- reynslu og ánægju að því að vinna með unglingum.
Umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð.
Leiðbeinendur sjá um að skipuleggja og undirbúa dagskrárliði í samvinnu við nemendaráð og í samráði við deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála. Opnunartími félagsmiðstöðvarinnar er tvö kvöld í viku kl. 20:00-22:00. Vinnutími á vakt er að jafnaði 19:30 – 22:30. Einstaka sinnum er viðvera meiri í tengslum við viðburði eða ferðir. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri í síma 464 9116, netfang: rikey@fjallabyggd.is
Umsækjendur fylli út umsóknareyðublað sem er að finna á heimasíðu Fjallabyggðar og skili á bæjarskrifstofuna eða á netfangið rikey@fjallabyggd.is í síðasta lagi mánudaginn 10. september nk. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá eða yfirlit yfir menntun og fyrri störf ásamt nöfnum tveggja umsagnaraðila.