Fjárhagsáætlun afgreidd í fyrri umræðu.

Á bæjarstjórnarfundi í gær var fjárhagsáætlun 2005 og 3ja ára áætlun 2006-2008 afgreiddar úr fyrri umræðu og vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar og síðari umræðu í bæjarstjórn. Helstu niðurstöður úr fjárhagsáætlun eru þessar við fyrri umræðu:Aðalsjóður kr. 10.346.000,-Eignasjóður kr. -13.991.000,-Þjónustustöð kr. -211.000,- Samtals niðurstaða A-hluta kr. -3.856.000,-, neikvæð niðurstaða.B-hluta fyrirtæki:Fráveita kr. 2.844.000,-Hafnarsjóður kr. -5.930.000,-Vatnsveita kr. -173.000,-Íbúðasjóður kr. -8.535.000,-Samtals niðurstaða B-hluta kr. -11.794.000,-, neikvæð niðustaða.Niðurstaða allra sjóða er því kr. -15.650.000,-.Jafnframt er gert ráð fyrir fjárfestingum/framkvæmdum á árinu 2005 fyrir um 58 milljónir króna, m.a. við íþróttahús, gatnaframkvæmdir, sparkvöll við Grunnskóla, framkvæmdir við höfnina og vatnsveitu.Áætlað er að taka fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn fyrir jól en búast má við nokkrum breytingum á milli umræðna.