Fimleikahringurinn heimsækir Fjallabyggð

Meistararnir
Meistararnir
Fimleikahringurinn mun heimsækja Fjallabyggð í vikunni nánartiltekið á þriðju og miðvikudag. 

Markmið Fimleikahringsins er að kynna fimleikaíþróttina fyrir landsbyggðinni og auglýsa keppni í fimleikum á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Egilstöðum um Verslunarmannahelgina.

Að fimleikahringnum standa Evrópumeistararnir í hópfimleikum frá því síðasta haust.

Fimleikahringurinn mun halda sýningar og fimleikanámskeið fyrir alla krakka sem hafa áhuga sem hér segir:

Þriðjudaginn 19. Júlí á Ólafsfirði 16:00-18:00 í íþróttahúsinu Ólafsfirði.

Miðvikudaginn 20. Júlí á Siglufirði 16:00-18:00 í íþróttahúsinu Siglufirði.

Aðgangur á sýningarnar er öllum frjáls.  Kostnaður við þátttöku í námskeiði er 500 kr. og greiðist á staðnum.

Við hvetjum alla krakka og foreldra til að koma og sjá Evrópumeistarana okkar sýna listir sýnar og taka í framhaldinu þátt í skemmtilegu námskeiði þar sem grunnæfingar í fimleikum verða kenndar af meisturunum sjálfum.

Hlökkum til að sjá ykkur!