Ferðamálaþing 20. nóv. nk.

Iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa gangast fyrir ferðamálaþingi á Grand Hótel fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi. Yfirskrift þingsins er Öflug ferðaþjónusta, allra hagur; tækifæri ferðaþjónustunnar á umbrotatímum.

Er þetta fyrsta ferðamálaþingið sem haldið er frá því að málefni ferðaþjónustunnar fluttust til iðnaðarráðuneytis.
Dagskráin hefst kl. 13:00 með ávarpi Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra og stendur fram eftir degi. Í lok þingsins verður boðið upp á léttar veitingar.
Ferðamálaþing er opið öllum hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu og öðrum sem áhuga hafa á greininni.