Félagsmiðstöðin NEON

Nú hefur rekstur Félagsmiðstöðva á Siglufirði (Æskó) og Ólafsfirði (Tunglið) verið sameinaður. Krakkarnir eru keyrðir á milli staða og er því aðeins opið öðru megin í einu. Sameiningin hefur gengið mjög vel og hafa krakkarnir kosið sér nafn á nýju félagsmiðstöðina, hún skal heita NEON.   Sigmundur Sigmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður. Ragnar Magnússon og Ragna Dís Einarsdóttir eru áfram starfmenn félagsmiðstöðvarinnar. Netfang forstöðumanns er: sigm@fjallaskolar.is.