Fegrum Fjallabyggð!

Fegrum Fjallabyggð!

Á næstu dögum mun Fjallabyggð og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra fara um sveitarfélagið og merkja járnarusl, bílhræ og fleira sem stendur á lóðum og utan lóða.

Eigendur eru beðnir um að fjarlægja alla hluti innan tímamarka. Að öðrum kosti mun sveitarfélagið fjarlægja þá á kostnað eiganda.