Fánalitirnir - tónleikar í Tjarnarborg

Laugardaginn 18. október kl. 16:00 verða tónleikar í Menningarhúsinu Tjarnarborg sem ber yfirskriftina Fánalitirnir - Norsk og íslensk þjóðlög í nýjum litum. 
Flytjendur eru:
Steinar Strøm, harðangursfiðla
Harald Skullerud, slagverk
Eyþór Ingi Jónsson, harmóníum
Hymnodia

Flytjendur blanda saman norskum og íslenskum þjóðlagahefðum.
Einnig verður frumflutt ný tónlist, byggð á íslenskum þjóðlögum.

Aðgangseyrir kr. 2.500,-