Evanger í úrslitum í Jólalagakeppni Rásar 2

Magnús G. Ólafsson höfundur lags
Magnús G. Ólafsson höfundur lags
Gaman að segja frá því að lagið Gleðileg jól eftir Magnús G Ólafsson, skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar, komst inn í jólalagakeppni Rásar 2. 
Texta við lagið gerði Ingi Þór Reyndal. Flytjendur eru allir Fjallabyggðarbúar og kalla sig Evanger. Daníel Pétur Daníelsson syngur, Elías Þorvaldsson leikur á píanó og hljómborð, Gunnar Smári Helgason leikur á orgel og sá um mix og masteringu. Höfundurinn spilar svo á gítar og bassa og sá um útsetningu og forritun. Lagið er hugljúft og eru allir hliðhollir Evanger hvattir til að fara inn á heimasíðu Rásar 2 og gefa laginu sitt atkvæði. 

Hér er hægt að hlusta á öll lögin í keppninni. http://ruv.is/content/jolalagakeppni-rasar-2 


Daníel Pétur Daníelsson hinn eini sanni "veislustjóri" syngur lagið Gleðileg jól.