Fjöldi heimsókna í Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar

Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar
Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar

Fjöldi heimsókna í Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar frá maí til og með september voru 2.332 sem er 22% aukning miðað við sama tíma í fyrra. 

Heimsóknir erlendra gesta voru þar í langstærstum hluta en þeim fjölgaði um tæp 33% milli ára. Skráðar heimsóknir Íslendinga eru mun færri eða um 141 sem er þó fjölgun uppá 6% milli ára.

Eins og fyrri ár koma ferðamennirnir frá öllum heimshornum en Þjóðverjar og Frakkar eru þar í miklum meirihluta.

Þjóðerni sem skráð voru (handahófskennd röð)

Þýskaland    Frakkland    Bandaríkin    Brasilía    Írland   Noregur
Spánn   Sviss   Ítalía   Danmörk   Ísrael    Portúgal
Kanada   Holland   Belgía   Færeyjar    Japan   Pólland
England   Ástralía   Bretland   Hong   Kong   Mexikó   Rússland
Singapúr   Slóvakía   Svíþjóð   Suður Afríka   Taiwan   Tékkland

 

Fjöldi heimsókna í  Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar   Fjöldi ferðamanna í Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar 2015_2016

*Athugið að inn í heildarfjölda heimsókna vegna sumarsins 2015 er októbermánuður.