Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir Bót og betrun

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir leikritið Bót og betrun eftir enska leikskáldið Michael Cooney þann 5. apríl nk. kl. 20:00 í Tjarnarborg.

Leikritið nefnist á frummálinu Cash and delivery og er breskur farsi sem farið hefur víða og fengið mjög góða dóma. Það fjallar um mann, Erik Swan, sem grípur til þess ráðs að svíkja fé út úr kerfinu með tilhæfulausum bótakröfum eftir að hann missir vinnuna. Dag einn berja örlögin að dyrum og fer að trosna úr lygavefnum. Þá hyggst okkar maður gera bót og betrun en þarf á aðstoð að halda við að verja leyndarmálið bæði fyrir stjórnvöldum og konu sinni. Hann rekst þó á að þegar kerfið er annars vegar getur reynst erfiðara að losna af bótum heldur en að komast á þær.

Leikstjórn er í höndum Maríu Sigurðardóttur. Tíu leikarar taka þátt í sýningunni og er það Friðrik Birgisson sem fer með hlutverk Eriks Swans.

Persónur og leikendur

Eric Swan    Friðrik Birgisson
Linda Swan    Berglind Hrönn Hlynsdóttir
Norman McDonald     Örn Elí Gunnlaugsson
Hr. Jenkins     Guðlaugur Magnús Ingason
George Swan    Gunnar Ásgrímsson
Sally Chessington   Harpa Hlín Jónsdóttir
Dr. Chapman     Andri Hrannar Einarsson
Frú Forbright       Hafdís Ósk Kristjánsdóttir
Frk. Cowper       María Bjarney Leifsdóttir
Brenda Dixon      Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir

 
Fjölmargir aðrir koma að hinum ýmsu þáttum sýningarinnar, svo sem sviðsmynd, hljóði og lýsingu, búningum, förðun, hárgreiðslu, leikskrá ofl.

Frumsýning á Bót og betrun verður föstudaginn 5. apríl klukkan 20:00 í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Önnur sýning þriðjudaginn 9. apríl kl. 20:00.

Auglýsingu og sýningarplan má sjá hér.