Kvæðamannafélag og þjóðdansafélag í Fjallabyggð

Myndin heitir Landlegukvöld í ágúst og er eftir Örlyg Kristfinnsson, bæjarlistamann Fjallabyggðar
Myndin heitir Landlegukvöld í ágúst og er eftir Örlyg Kristfinnsson, bæjarlistamann Fjallabyggðar
Kynningar- og samráðsfundur verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 12. október kl. 17:00 í bláa húsinu (Rauðku).

Nokkur pör frá Vefaranum, þjóðdansafélagi Akureyrar stíga með okkur dans og svo verða örugglega kveðnar nokkrar vel valdar stökur. Þessi fundur er haldinn til þess að undirbúa stofnun Þjóðdansafélags og kvæðamannafélags í Fjallabyggð, en stofnfundurinn verður á fæðingardegi sr. Bjarna, föstudaginn 14. október kl. 20:00 í Þjóðlagasetrinu.


Nú er tækifæri fyrir alla þá sem hafa sótt kvæðamannanámskeið Þjóðlagaakademíunnar að rifja upp gamla takta, læra nokkra í viðbót og skemmta sér og öðrum í leiðinni. Þeir sem ekki hafa sótt kvæðamannanámskeið hafa nú tækifæri til að læra af hinum, en hafa ber í huga að í kvæðamennskunni kveður hver með sínu nefi.
Þetta er einnig tækifæri fyrir þá fjölmörgu sem lærðu þjóðdansana íslensku af Regínu Guðlaugs til að koma saman á ný og minnast unglingsáranna með léttri sveiflu.