Elsa Guðrún íþróttamaður Fjallabyggðar 2016

Elsa Guðrún. Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Elsa Guðrún. Ljósm.: Skapti Hallgrímsson

Elsa Guðrún Jónsdóttir var í gærkveldi þann 29. desember kjörin skíðamaður ársins og Íþróttamaður Fjallabyggðar 2016. Auk hennar var efnilegasta og besta íþróttafólkið í hverri grein verðlaunað.

Athöfnin fór fram í Tjarnarborg, Ólafsfirði. Það eru Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar sem standa saman að valinu.

Elsa Guðrún Jónsdóttir er gönguskíðakona úr Skíðafélagi Ólafsfjarðar og átti hún frábært ár, varð meðal annars fimmfaldur Íslandsmeistari, sigraði í Íslandsgöngunni og kórónaði árangur sinn með því að ná besta árangri sem íslensk skíðakona hefur náð á erlendri grund á móti í Noregi fyrr í þessum mánuði.

Eftirtaldir voru valdir sem efnilegasta og besta íþróttafólk hverrar greinar:

Badminton:
Ung og efnileg: Sólrún Anna Ingvarsdóttir TBS
Ungur og efnilegur: Bjartmar Ari Aðalsteinsson TBS

Blak:
Ung og efnileg: Vaka Rán Þórisdóttir BF
Ungur og efnilegur: Eduard Constantin Bors BF
Besti blakarinn: Helga Hermannsdóttir BF

Boccia:
Besti bocciamaðurinn: Sigurjón Sigtryggsson Snerpu

Fimleikar:
Ung og efnileg: Sara Sigurbjörnsdóttir Umf Glói
Ungur og efnilegur: Viljar Þór Halldórsson Umf Glói
Besti fimleikamaðurinn: Patrekur Þórarinsson Umf Glói

Golf:
Ung og efnileg: Erla Marý Sigurpálsdóttir GFB
Ungur og efnilegur: Björgvin Grétar Magnússon GFB
Besti golfarinn: Sigurbjörn Þorkelsson GFB

Hestaíþróttir:
Ung og efnileg: Jódís Ósk Jónsdóttir Glæsi
Ungur og efnilegur: Skarphéðinn Sigurðsson Glæsi

Knattspyrna:
Ungur og efnilegur: Valur Reykjalín Þrastarson KF
Ung og efnileg: Rut Jónsdóttir KF
Besti knattspyrnumaðurinn: Örn Elí Gunnlaugsson KF

Skíði:
Ung og efnileg: Erla Marý Sigurpálsdóttir SÓ
Ungur og efnilegur: Alexander Smári Þorvaldsson SSS
Besti skíðamaðurinn: Elsa Guðrún Jónsdóttir SÓ

Skotfimi:
Besti skotmaðurinn: Rögnvaldur Jónsson SKÓ

Fjallabyggð óskar öllu þessu glæsilega íþróttafólki innilega til hamingju.

Íþróttamaður ársins 2016

Mynd: Frétta- og fræðslusíða UÍF