Miðvikudaginn 3. apríl nk. stendur félagsþjónusta Fjallabyggðar fyrir opnum fræðslufundi um geðheilbrigði
barna og unglinga, nám og stýrifærni í Ráðhúsinu á Siglufirði 2. hæð kl. 17:00.
Foreldrar, afar, ömmur og aðrir aðstandendur barna og unglinga í Fjallabyggð.
Miðvikudaginn 3. apríl nk. stendur félagsþjónusta Fjallabyggðar fyrir opnum fræðslufundi um geðheilbrigði barna og
unglinga, nám og stýrifærni í Ráðhúsinu á Siglufirði 2. hæð kl. 17:00.
Þar munu þeir Haukur Örvar Pálmason og Bóas Valdórsson sálfræðingar á Barna- og unglingageðdeild
Landspítalans fjalla um geðheilbrigði barna og unglinga, áhrif ofvirkni og athyglisbrests á nám og starf og hvernig mæta má
þörfum barna og unglinga í skólastarfi og heima fyrir. Fræðslufundur verður haldinn fyrir starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar fyrr
um daginn.
Allir velkomnir
Félagsþjónusta Fjallabyggðar