Drög að tillögu að deiliskipulagi Hólsdals og Skarðsdals

Kynningarfundur með hagsmunafélögum um deiliskipulag Hólsdals og Skarðsdals var haldinn í ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði í gær, 22. júní.

Þar voru lagðar fram forsendur skipulagsins auk þeirra hugmynda sem mótast hafa. Tillagan er enn á vinnslustigi og eru hagsmunafélög því hvött til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Ábendingum skal skila til tæknideildar fyrir 5. júlí 2011.

Hafa má samband við Ármann eða Ingibjörgu hjá tæknideild (sími 464-9100) eða Halldór og Lilju hjá Teikn á lofti (sími 461-2800) til frekari upplýsinga.

Kynningarefnið má nálgast hér

http://old.teikn.is/fjallabyggd/samradsfundur.pdf

Ítarefni um fjölnota golfvelli má nálgast hér (á ensku)

http://fegga.org/main/site_flash2/documents/STERF_MULTIFUNK_EN_1_000.pdf