Deiliskipulag frístundabyggðar öðlast gildi

Frístundabyggð á Saurbæjarási
Frístundabyggð á Saurbæjarási
1. apríl sl. birtist auglýsing í Stjórnartíðindum, B-deild, þar sem greint er frá því að deiliskipulag frístundabyggðar á Saurbæjarási, svæði I og II, 
Siglufirði hafi hlotið málsmeðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 15. maí 2013 deiliskipulag Saurbæjaráss, Siglufirði, Fjallabyggð. Deiliskipulag þetta byggir á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Á skipulagssvæðinu er skilgreint svæði fyrir frístundabyggð og óbyggt svæði. Þar hafa nú þegar verið reist sex orlofshús. Á svæðinu er gert ráð fyrir að skipulögð verði frístundabyggð fyrir allt að 27 frístundahús ásamt útivistarsvæði.
Skipulagssvæðið er u.þ.b. 21,5 ha lands og afmarkast við Skútudalsá í norðri og í austri, flugvallarsvæðinu í vestri og Saurbæjarási í suðri. Vegtenging er að svæðinu frá Siglufjarðarvegi við Héðinsfjarðargöng.
Markmið tillögunnar er að stuðla að uppbyggingu svæðisins, gefa skipulagssvæðinu heildstætt yfirbragð og ákveða nýtingu þess til framtíðar, tryggja aðkomuleiðir og tengsl við nánasta umhverfi s.s. útivistarsvæði.

Hér er hægt að skoða skipulag svæðisins frekar.  Áhugasamir aðilar um lausar lóðir á þessu svæði geta snúið sér til starfsmanna tæknideildar eftir frekari upplýsingum. Arnar Freyr Þrastarson ; arnar@fjallabyggd.is og Ármann V. Sigurðsson; armann@fjallabyggd.is