30.06.2007
Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2006/2007 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðalög: Grýtubakkahreppur Akureyrarbær Sveitarfélagið Árborg Fjallabyggð Um úthlutunarreglur í ofangreindum byggðalögum vísast til reglugerðar nr. 439, 15. maí 2007, með síðari breytingum, auk sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 579/2007 í Stjórnartíðindum. Þessar reglur er einnig að finna á heimasíðu Fiskistofu, www.fiskistofa.is Umsóknum skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí 2007. Fiskistofa, 29. júní 2007. Sérákvæði fyrir Fjallabyggð eru eftirfarandi:Ákvæði reglugerðar nr. 439 frá 16. maí 2007 gilda með eftirfarandi viðauka/breytingum:Byggðakvóta Siglufjarðar 204 þorskígildistonnum skal úthlutað til fiskiskipa á Siglufirði sem uppfylla skilyrði úthlutunarreglna.Byggðakvóta Ólafsfjarðar skal með sama hætti úthlutað til fiskiskipa á Ólafsfirði.Byggðakvóta skal úthlutað til fiskiskipa í hlutfalli af samtölu landaðs afla í viðkomandi byggðarlagi fyrir tímabilið 1. júlí 2006 til 30. júní 2007 og aflamarki í þorskígildum taliðNr. 579 28. júní 2007hjá viðkomandi skipi þann 30. júní 2007. Með aflamarki er átt við skilgreiningu Fiskistofu á aflamarki í þorskígildum.