Búseturéttaríbúðir í Fjallabyggð.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur undanfarið átt í viðræðum við fulltrúa Búseta á Norðurlandi um byggingu búseturéttaríbúða í Fjallabyggð. Um er að ræða fullbúnar íbúðir, í minni fjölbýlishúsum, með bílageymslu eða bílskýli. Íbúðirnar yrðu byggðar miðsvæðis í byggðakjörnum sveitarfélagsins, með góðu aðgengi, þar sem stutt er í verslun og þjónustu. Fyrst verður hafist handa við að byggja á Siglufirði, síðan á Ólafsfirði Búseti á Norðurlandi er húsnæðissamvinnufélag sem á og rekur íbúðir á kostnaðarverði. Félaginu er ætlað það hlutverk að útvega félagsmönnum hagkvæmt húsnæði sem er vel viðhaldið og þægilegt. Heimasíða félagsins er www. busetiak.is

Bæjarstjórn Fjallabyggðar vill með auglýsingu þessari kanna hvort áhugasamir aðilar séu til staðar sem hefðu hug á að leigja búseturéttaríbúðir, af Búseta á Norðurlandi, sem byggðar yrðu í Fjallabyggð.

Nánari upplýsingar og skráning áhugasamra aðila: Ómar Hauksson, atvinnumálafulltrúi SSNV á Siglufirði, sími 464-9112 og 897-1935. Netfang: omar@ssnv.is