Bryggjuskrall

Bryggjuskrall í Ólafsfirði laugardaginn 9. september 2006Menningar- og listafélagið Beinlaus biti býður til menningarveislu í Ólafsfirði um helgina. Veislan verður haldin í salthúsi Sigvalda Þorleifssonar við Ólafsfjarðarhöfn og hefst kl. 13:00.Dagskrá:kl. 13:00 Hinn eini sanni Örvar Kristjánsson ásamt hljómsveit, leikur sígild sjómannalög.kl. 13:20 Roðlaust og beinlaust spila lög af nýja diskinumkl. 13:30 Vorboðakórinn, kór eldri borgara á Siglufirði syngur undir stjórn Sturlaugs Kristjánssonar.kl. 14:00 Ásgeir Tómasson fréttamaður rekur ásamt Roðlaust og beinlaust sögu íslenskrar sjómannatónlistar í tali og tónum.kl. 14:20 Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjallar um textagerð í íslenskri sjómannatónlist ásamt Roðlaust og beinlaust sem gefa tóndæmi.kl. 14:40 ÓB-kvartettinn frá Siglufirði syngur nokkur lög undir stjórn Sturlaugs Kristjánssonarkl. 15:00 Harmonikkusnillingurinn Ave Tonison frá Eistlandi leikur tónlist frá heimalandi sínu.kl. 15:15 Tóti og Danni, Siglfirskir trúbadorar kl. 15:35 Unglingahljómsveitin Kynslóðin625 frá Ólafsfirðikl. 15:50 Ari í Árgerði kynnir lög af nýjum diskikl. 16:00 Brasilíski gítarsnillingurinn Thiago Trinsi Silveira leikur Brasilíska tónlistkl. 16:20 Gísli Gíslason Akureyri syngur eigin lögkl. 16:30 Tröllaskagahraðlestinn, Idol systkinin Lísa og Gísli, blúsa feittkl. 17:00 Kynning á væntanlegri heimildarmynd um hljómsveitina Roðlaust og beinlaustKl. 17:10 Roðlaust og beinlaust leika ný og gömul lögMyndlistarsýning í salthúsi Sigvalda. Garún, Bergþór Morthens og Sigurður Pétur sýna verk sín á meðan á tónleikunum stendur.Veitingahúsið Höllin býður upp á sjávarréttarmatseðill á milli kl. 18-20 í tilefni dagsins. Matseðill dagsins: Sigin fiskur, selspik, kartöflur og hangiflot. Kæst skata, kartöflur og hangiflot Hákarl og harðfiskur Skötuselur í rjómasósuPantið tímanlega í síma 466-4000.Kl. 20:00-23:00Tónleikar í salthúsi Sigvalda þar sem heitustu unglingahljómsveitir Eyjafjarðar koma fram.Kátt í Höllinni kl. 21:00. Söngur gleði og gaman. Fólk mætir með hljóðfærin sín og syngur og spilar af hjartans list.Aðgangur er ókeypis á alla dagskránna í salthúsi SigvaldaKl. 23:00 Útgáfutónleikar Roðlaust og beinlaust í Tjarnarborg og dansleikur strax á eftir með hljómsveit Sævars Sverrissonar og vinum hans.Aðgangseyrir á kvöldtónleika og dansleik í Tjarnarborg kr. 1.000- Góða skemmtun!Menningar- og listafélagið Beinlaus biti