Breytingar á nefndaskipan

Á fundi bæjarstjórnar í  gær voru gerðar breytingar á skipan nokkurra nefnda m.a. til að lagfæra kynjahlutfall samkvæmt lögum þar um. Breytingarnar voru eftirfarandi: 
Félagsmálanefnd:
Ríkharður Hólm Sigurðsson (F) verður aðalmaður í stað Ásdísar Sigurðardóttur (F).
Markaðs- og menningarnefnd:
Gunnlaugur Stefán Guðleifsson (F) verður aðalmaður í stað Arndísar Erlu Jónsdóttur (F) sem verður varamaður í hans stað.
Hafnarstjórn:
Ragnheiður Ragnarsdóttir (F) verður aðalmaður í stað Ríkharðs Hólm Sigurðssonar (F).

Jafnframt var samþykkt samhljóða að fulltrúi Fjallabyggðar í stjórn Seyru verði Ríkharður Hólm Sigurðsson (F) og Valur Þór Hilmarsson (F) til vara.

Tilnefning fulltrúa í Flokkun Eyjafjörður ehf í stað Arnars F Þrastarsonar.
Samþykkt var samhljóða að fulltrúi Fjallabyggðar verði deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson.

Samþykkt var samhljóða að varááheyrnarfulltrúi B-lista í Atvinnumálanefnd verði Kolbrún Bjarnadóttir í stað Jóns Valgeirs Baldurssonar