Breyting á aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990-2010 og tillögu að deiliskipulagi hesthúsahverfis, Ólafsfirði

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990-2010 og tillögu að deiliskipulagi hesthúsahverfis, Ólafsfirði.  

•1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990-2010 - Hesthús og æfingasvæði hestamanna.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum 13. ágúst 2008 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990-2010 og auglýsist hún hér með. skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar leggur til að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990-2010 á svæði sunnan við þjóðveg um Héðinsfjarðargöng, Ólafsfjarðarmegin. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið sem tillagan tekur til skilgreint  sem Opið svæði, óbyggt en verði samkvæmt tillögunni  skilgreint sem Opið svæði til sérstakra nota og nánar skilgreint sem hesthús og æfingasvæði hestamanna.

•2. Tillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfis, Ólafsfirði.

Samkvæmt  25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br., er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfis í Ólafsfirði sem bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum 08. júlí 2008.

Skipulagssvæðið afmarkast við nýjan veg að Héðinsfjarðargöngum í Ólafsfirði í norðri og Ólafsfjarðarvatni í austri og er um 7 ha. að stærð.  Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir hesthúsahverfi, reiðskemmu og æfingasvæði hestamanna.

Skipulagstillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar, Gránugötu 24 á Siglufirði og Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði, alla virka daga frá 20. ágúst 2008 til 1. október 2008.

Þeir sem vilja gera athugasemd við tillögurnar skulu gera það með skriflegum hætti í síðasta lagi fyrir kl: 16:00 miðvikudaginn 1. október 2008.  Hægt er að skoða skipulagstillögurnar á vefsíðunni http://www.fjallabyggd.is/. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögur þessar innan tilskilins frests telst samþykkur þeim.

Hér er hægt að opna skjölin í pdf formati:

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi

Tillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfis

Greinagerð um deiliskipulag hesthúsahverfis

                             Skipulags- og byggingarfulltrúi Fjallabyggðar