Breyting á aðalskipulagi – Kleifar Ólafsfirði

Kleifar, horft inn Ólafsfjörð. (Ljósmynd ÁÓ)
Kleifar, horft inn Ólafsfjörð. (Ljósmynd ÁÓ)

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 15. mars sl. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 1. málsgrein, 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á landnotkun og skilmálum um hverfisvernd fyrir byggðina á Kleifum í Ólafsfirði. Í lýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.

Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð verður til sýnis á tæknideild, í Ráðhúsi Fjallabyggðar og  á heimasíðu sveitarfélagsins www.fjallabyggd.is.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is fyrir 10. apríl nk. 

Skipulagslýsinguna má sjá hér.

Kleifar_Ólafsfirði