Bók til landsmanna - Fjallkonan - Þú ert móðir vor kær - afhent í Fjallabyggð

Forsætisráðuneytið hefur gefið út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær út í samvinnu við Forlagið, sem er gjöf til landsmanna og verður bókin aðgengileg íbúum Fjallabyggðar á Bókasöfnum í Fjallabyggð og á bæjarskrifstofu Ráðhúsi Fjallabyggðar. Íbúar eru hvattir til að sækja sér eintak af þessari einstaklega fallegu bók á næstu dögum. Fjallkonan er þjóðartákn og í bókinni er kafað ofan í sögu fjallkonunnar, ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu allt frá árinu 1947 ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Í bókinni eru þýðingar m.a. á ensku og pólsku.