Bókasafnið fagnar 50 ára húsnæðisafmæli

Munir á bókasafninu
Munir á bókasafninu
Föstudaginn 14. nóvember eru fimmtíu ár síðan bókasafnið á Siglufirði eignaðist sitt eigið húsnæði að Gránugötu 24. Af því tilefni verður sett upp sýning á munum úr sögu Karlakórsins Vísis.
Ljúf tónlist þeirra hljómar að sjálfsögðu og aldrei að vita nema að afmælissöngurinn verði sunginn.
Starfsfólk bókasafnsins býður íbúum Fjallabyggðar að koma og gleðjast með sér þennan dag. Opið verður frá kl. 13:00-18:00.
Heitt á könnunni og að sjálfsögðu afmælisterta!


Frá bókasafninu. Hér er hægt að setjast niður með góða bók.


Ætli húsgögnin séu 50 ára?