Birna Björk sigraði Stóru upplestrarkeppnina

Birna, Eyjólfur og Tinna
Birna, Eyjólfur og Tinna

Miðvikudaginn 2. mars fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk í Bergi þar sem 2 nemendur úr Árskógarskóla, 3 nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar og 4 nemendur úr Dalvíkurskóla kepptu í upplestri.

Keppendur fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar voru Birna Björk Heimisdóttir, Eyjólfur Svavar Sverrisson og Tinna Elísa Guðmundsdóttir og stóðu þau sig öll vel. Reyndar stóðu allir nemendur stóðu sig með pýði og var þetta hin hátíðlegasta stund.

Nemendur komu fram í þremur umferðum, í þeirri fyrstu lásu þeir texta upp úr bókinni Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, í annarri umferð lásu nemendur ljóð eftir Guðmund Böðvarsson og í þeirri þriðju lásu nemendur ljóð að eigin vali.
Svo fór að Birna Björk Heimisdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar sigraði, í öðru sæti varð Urður Birta Helgadóttir úr Dalvíkurskóla og í þriðja sæti varð Jón Egill Baldursson úr Árskógarskóla. Til hamingju krakkar!

Dómnefnd skipuðu þau Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari MTR, Júlíus Júlíusson frá Bergi og Ingibjörg Einarsdóttir skrifstofustjóri á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og var hún jafnframt formaður dómnefndar.

Sigurvegarar á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2016
Sigurvegarar á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar; Birna Björk, Urður Birta og Jón Egill.

Dómnefnd Stóru upplestrarkeppninnar 2016
Dómnefndin: Sigríður, Júlíus og Jóna Vilhelmína.

Þátttakendur í Stóru upplestrarkeppninni 2016
Allir þátttakendur

Sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar 2016
Birna Björk Heimisdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar 2016