BINNI, myndir frá Ólafsfirði 1930 - 1980

Í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Brynjólfs Sveinssonar frá Ólafsfirði. Af því tilefni verður opnuð sýning á ljósmyndum og kvikmyndum hans í Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Sýningin verður opin helgina 25. - 26. október kl 14:00 - 17:00 og helgina þar á eftir, 1. - 2. nóvember á sama tíma.

Ljósmynda- og filmusafn hans spannar langan tíma og varpar ljósi á sögu byggðar og mannlífs í Ólafsfirði stóran hluta liðinnar aldar. Brynjólfur tók virkan þátt í ótal nefndum og verkefnum er sneru að  atvinnumálum, framkvæmdum, uppbyggingu og félagslífi Ólafsfjarðar um árabil. Hann var meðal annars kaupmaður, stöðvarstjóri Pósts og síma, í stjórn íþróttafélagsins og Sparisjóðsins, var áhugaljósmyndari, áhugaleikari og einn stofnenda Stangveiðifélags Ólafsfjarðar. Hann tók bæði ljósmyndir og kvikmyndir af Ólafsfirði, uppbyggingu bæjarins, ýmsum samkomum og bæjarlífinu almennt. Þessar myndir tók hann á 50 ára tímabili frá árinu 1930. 

Hér er tengill á viðburðinn á facebook þar sem hægt er að skoða nokkrar myndir og skrá mætingu.

Hér má svo lesa nánar um Brynjólf Sveinsson af heimasíðu Syðstubæjarættarinnar.