Bikarkeppni á skíðum fór fram á Siglufirði um helgina.

Um helgina fór fram bikarmót í alpagreinum í aldursflokki 13-14 ára í Skarðsdal. Um 90 keppendur voru mættir til leiks frá flestum skíðafélögum landsins. Mótið heppnaðist í alla staði ákaflega vel og ekki var veðurblíðan til að spilla fyrir, höfðu menn á orði að sannkölluð Skarðsmótsstemming hefði ríkt í Skarðinu um helgina. Á laugardeginum var keppt í svigi stúlkna og stórsvigi pilta. Ótvíræður sigurvegari laugardagsins var án efa Salome Rut Kjartansdóttir sem sigraði svigið með miklum yfirburðum. Á sunnudeginum var keppt í svigi pilta og stórsvigi stúlkna. Í sviginu varð Stefán Geir Andrésson í öðru sæti. Gestir mótsins voru sérstaklega ánægðir með skíðaaðstöðuna í Skarðsdal og áttu varla orð til að lýsa hrifningu sinna á nýju skíðalyftunni. Úrslit mótsins má nálgast á heimasíðu Skíðafélagsins www.simnet.is/skisigl