Beitir með fyrstu sumarloðnuna

Beitir NK-123 fékk fyrstu sumarloðnuna á Halamiðum síðastliðna nótt. Skipið er á landleið með með fullfermi, um 1150 tonn, og reiknað er með að landa á Siglufirði. Loðnan veiddist norðvestur af Vestfjörðum á svipuðum slóðum og veiðin byrjaði í fyrra. Hefja mátti loðnuveiðar á sumarvertíð 20. júní og þá var farið að svipast um eftir loðnunni austan við landið. Þar sást hún hinsvegar ekki og því var haldið á Halamið. Fá skip eru að veiðum en búast má við að þeim fjölgi þegar fréttir berast af aflabrögðum.Frétt af heimasíðu Síldarvinnslunnar.