Bæjarráð Siglufjarðar og Ólafsfjarðar á fund ráðherra.

Bæjarráð Siglufjarðar og Ólafsfjarðar funduðu með félagsmálaráðherra, Árna Magnússyni, í gær vegna fyrirhugaðra viðræðna um sameiningu þessara sveitarfélaga. M.a. voru kynntar reglur sem gilda um aðkomu ráðuneytis að hugsanlegri sameiningu, reglur um jöfnunarsjóð o.fl. en hins vegar voru engin loforð gefin um fjármagn frá ríkinu enda ekki tímabært á þessu stigi. Bæjarstjórar beggja sveitarfélaga hafa lýst yfir ánægju með fundinn.Gera má ráð fyrir að í framhaldinu verði settar á fót starfsnefndir hjá báðum sveitarfélögum til þess að fara yfir málin og kanna til hlítar möguleika á sameiningu.