Ólafsfjörður
Á upplýsingamiðstöðinni hefst skráning ferðamanna 15. maí og lýkur henni 30. september ár hvert.
Um 1.393 ferðamenn hafa heimsótt Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar það sem af er sumri og komu þeir frá 33 löndum. Til Siglufjarðar komu samtals 1.162 ferðamenn og til Ólafsfjarðar um 231.
Þegar litið er til fjölda ferðamanna milli ára hefur þeim farið fjölgandi og nemur sú hækkun um 19% en síðasta sumar heimsóttu 1.125 ferðamenn báðar upplýsingamiðstöðvarnar á sama tímabili, það er í maí, júní og júlí.
Fjöldi ferðamanna frá Þýskalandi, Bandaríkjunum og Frakklandi er hvað mestur á tímabilinu en einnig var mikið um ferðamenn frá Kanada, Sviss, Spáni og Ítalíu. Einungis 106 af ferðamönnum eða um 8% voru Íslendingar. Flestir gestanna komu í júlímánuði eða 749 manns þar af voru 68 íslenskir. Heildarfjöldi þeirra sem heimsóttu upplýsingamiðstöðina í júní voru 539 manns og þar af 38 Íslendingar. Um 105 ferðamenn komu í maí.