Vinnumálastofnun vekur athygli á að félagsmálaráðherra hefur auglýst aukaúthlutun á Styrkjum til atvinnumála kvenna árið 2007. Styrkirnir
eru ætlaðir konum sem eru með góða viðskiptahugmynd og stefna á að koma
á fót sjálfstæðum atvinnurekstri.
Góðar
viðskiptahugmyndir af landsbyggðinni hafa forgang við úthlutun.
Umsóknarfrestur er til 10. des.
Þessi aukaúthlutn hefur það meginmarkmið að styðja við
viðskiptahugmyndir sem fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni. Allar
konur eiga þess hins vegar kost að sækja um styrkinn vegna verkefna sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Verkefnið sé í eigu konu og stjórnað af
konu
- Verkefnið
feli í sér atvinnusköpun til frambúðar
- Verkefnið
sé nýnæmi
- Viðskiptahugmynd
sé vel útfærð
Veittir
eru stofnstyrkir og þróunarstyrkir að hámarki kr. 1.500.000. Heildarfjárhæð til aukaúthlutunar 2007
er kr. 15.000.000.
Umsóknareyðublað er rafrænt og er hægt að nálgast það hér að neðan.
Áhugasömum konum er bent á að kynna sér reglur um úthlutunina á
umsóknarsíðunni. Upplýsingar um styrkúthlutunina veitir Líney
Árnadóttir hjá Vinnumálastofnun í síma 582 4900 og á netfanginu: liney.arnadottir@vmst.is.
Smellið hér til að nálgast umsóknareyðublað og fá upplýsingar um úthlutunina