Sundlaugin í Ólafsfirði opin á laugardag

Mynd: Magnús A Sveinsson
Mynd: Magnús A Sveinsson
Siglómótið í blaki verður haldið á föstudag og laugardag í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði og vegna þess verða mikil þrengsli í búningsklefum og hefur verið ákveðið að hafa opið í Sundlaug Ólafsfjarðar á morgun laugardag 25. febrúar frá 14:00 - 18:00
Ekki er um lokun að ræða á Siglufirði og er gestum velkomið að koma í sund á Siglufirði, en eins og fyrr segir þá er búist við miklum þrengslum vegna mótahalds.

Einnig er búist við fjölda gesta á skíðasvæðið á Siglufirði og svo verður Fjarðarganga í Ólafsfirði en mótið er hluti af Íslandsgöngu mótaröð SKÍ.

Góða skemmtun í Fjallabyggð um helgina.