Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi Þverár í Ólafsfirði

Með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og samþykktar bæjarstjórnar Fjallabyggðar 16. október 2007 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi Þverár í Ólafsfirði, Fjallabyggð.

Í skiplagstillögunni er gert ráð fyrir frístundabyggð á svæðinu en það er u.þ.b. 30 ha. lands og afmarkast af Ólafsfjarðarvegi, Fjarðará í austri og Kvíabekkjardal í vestri.

Skipulagstillagan ásamt greinargerð verður til sýnis á skrifstofum Fjallabyggðar, Ólafsfirði og Siglufirði, á hverjum virkum degi á tímabilinu 9:30 til 12:00 og 13:00 til 15:00 frá 22. október 2007 til 3. desember 2007.

Þeir sem hafa athugasemdir fram að færa við framangreinda skipulagstillögu skulu skila þeim skriflega til skrifstofu Fjallabyggðar, að Ólafsvegi 4, Ólafsfirði eða Gránugötu 24, Siglufirði, eigi síðar en kl: 15:00 mánudaginn 3. desember 2007.

Hægt verður að nálgast uppdrátt og greinargerð á heimasíðu Fjallabyggðar - http://www.fjallabyggd.is - frá og með 22. október 2007.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

Siglufjörður 22. október 2007.

Bæjarstjóri.

Tillöguna má skoða nánar hér:
Tillaga að deiliskipulagi Þverár í Ólafsfirði, Fjallabyggð