Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Snorragötu á Siglufirði:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 29. mars sl. að auglýsa að nýju tillögu að breytingu á deiliskipulagi Snorragötu skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Áður auglýst breyting felst m.a. í að staðsetning göngu- og hjólastíga hefur verið breytt, sleppisvæði við hótel bætt við, miðeyjum bætt við gönguþveranir, deiliskipulagsmörk lagfærð og hringtorgi við Norðurtún breytt í T-gatnamót.Einnig hefur verið bætt við bryggjustúf austan Snorragötu til móts við Gránu þar sem áformað er að staðsetja listaverk.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi Snorragötu verður til sýnis á bæjarskrifstofu að Gránugötu 24, Siglufirði frá og með 28. apríl til og með 9. júní 2023.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 9. júní 2023. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast Írisi Stefánsdóttur skipulagsfulltrúa annað hvort í Ráðhús Fjallabyggðar á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.
Skipulagsfulltrúi
Greinargerð með deiliskipulagi