Tillaga að deiliskipulagi fyrir Hornbrekkubót, verslunar- og þjónustusvæði, Ólafsfjarðarvatni, auglýsist hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vegna formgalla er tillagan auglýst í annað sinn.
Deiliskipulagssvæðið er u.þ.b. 1,5 ha lands og afmarkast af Bylgjubyggð í norðri, Ólafsfjarðarvegi eystri í austri, raðhúsabyggð í vestri og Ólafsfjarðarvatni í suðri. Vegtenging er að svæðinu frá Bylgjubyggð. Skipulagið gerir ráð fyrir 8 húsum, sem eru byggð nú þegar. Húsin eru nýtt til útleigu og er aðgengi að Ólafsfjarðarvatni og opnu grænu svæði til sérstakra nota.
___________
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði og Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði frá og með miðvikudeginum 28. september 2011 til og með þriðjudeginum 8. nóvember 2011.
Gögnin verða einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins - www.fjallabyggd.is -
Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skipulags- og umhverfisnefnd eigi síðar en kl. 16.00 þriðjudaginn 8. nóvember 2011.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Bæjarstjóri Fjallabyggðar
---
Hér er hægt að sjá deilsiskipulagstillöguna: http://www.fjallabyggd.is/static/files/.pdf/deiliskipulag_hornbrekkubot.pdf
Hér er hægt að sjá skýringaruppdráttinn: http://www.fjallabyggd.is/static/files/.pdf/skyringaruppdrattur_hornbrekkubot.pdf