Auglýsing um deiliskipulag – Siglufjörður

Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Fjallabyggðar er hér með auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögu.

Vesturtangi á Siglufirði

Skipulagssvæðið afmarkast af Snorragötu í vestri, Suðurtanga í norðri og fyrirhugaðri framlengingu Vesturtanga í austri. Stærð svæðisins er um 5 þúsund m2 og er landnotkun innan reitsins skilgreind sem athafnasvæði.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á tæknideild Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði, á skrifstofutíma frá mánudeginum 16. desember til og með mánudagsins 27. janúar 2014. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á vefslóðinni www.fjallabyggd.is.

Skriflegar athugasemdir og ábendingar við skipulagstillöguna skulu hafa borist skipulags- og umhverfisnefnd eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 27. janúar 2014 og skulu þær vera skriflegar.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

Bæjarstjóri Fjallabyggðar.