Tillaga að deiliskipulagi Þormóðseyrar, Siglufirði.
Bæjarráð f.h. bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 30. júlí 2013 að
auglýsa tillögu að deiliskipulagi Þormóðseyrar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat
áætlana nr. 105/2006.
Vegna formgalla er tillagan auglýst í annað sinn.
Skipulagssvæðið afmarkast af fyrirhugaðri stofnbraut sem liggur um hafnarsvæðið, frá Gránugötu að Túngötu.
Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu liggur frammi á tæknideild Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði frá fimmtudeginum 8.
ágúst til og með fimmtudagsins 19. september 2013 og hér (greinargerð/ uppdráttur).
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en kl. 15:00 fimmtudaginn 19. september á tæknideild
Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði.
Bæjarstjóri Fjallabyggðar.