Auglýsing um deiliskipulag – Siglufjörður

Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Fjallabyggðar er hér með auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögu.

 

Grunnskólareitur á Þormóðseyri Siglufirði

Skipulagssvæðið afmarkast af Norðurgötu, Eyrargötu, Vetrarbraut og Aðalgötu. Stærð svæðisins er skilgreind 0,75 ha og er landnotkun innan reitsins skilgreind sem þjónustustofnanir og miðsvæði.

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til sýnis á tæknideild Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði, á skrifstofutíma frá föstudeginum 15. mars til og með föstudagsins 26. apríl 2013. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar hér (greinargerð/uppdráttur).

Skriflegar athugasemdir og ábendingar við skipulagstillöguna skulu hafa borist skipulags- og umhverfisnefnd eigi síðar en kl. 15:00 föstudaginn 26. apríl 2013 og skulu þær vera skriflegar.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

 

Bæjarstjóri Fjallabyggðar.