Auglýsing um samþykkt deiliskipulag fyrir Hornbrekkubót, verslunar- og þjónustusvæði, Ólafsfjarðarvatni

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 11. janúar 2012, deiliskipulag fyrir Hornbrekkubót, verslunar- og þjónustusvæði, Ólafsfjarðarvatni.

 Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 8 húsum, sem eru byggð nú þegar. Húsin eru nýtt til útleigu og er aðgengi að Ólafsfjarðarvatni og opnu grænu svæði til sérstakra nota. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og  öðlast þegar gildi.

Sigurður Valur Ásbjarnarson

bæjarstjóri Fjallabyggðar